Nígeríumaður vill hlut í Arsenal Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2010 08:00 Nígeríumaðurinn vill hlut í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal og félögum hans. Mynd/ Getty. Nígerískur auðjöfur að nafni Aliko Dangote á í viðræðum um kaup á 16% hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Hluturinn sem er til sölu er í eigu Lafði Ninu Bracewell-Smith, en hún er fjórði stærsti hluthafinn í knattspyrnufélaginu. Hlutur Bracewell Smith er metinn á 96 milljónir sterlingspunda eða rúmar 15 milljarðar íslenskra króna. Breska blaðið Sunday Times segir hins vegar að hún vilji fá 160 milljónir punda fyrir hlutinn. Það jafngildir 26 milljörðum íslenskra króna. Salan á þessum hlut gæti haft úrslitaáhrif á eignarhald í félaginu því að tveir stærstu hluthafar í félaginu, Stan Kroenke og Rússinn Alisher Usmanov hafa einnig áhuga á að kaupa hann. Hreppi þeir hlutinn af Bracewell-Smith verður þeim skylt að taka knattspyrnufélagið yfir að fullu. Sunday Times segir að markaðsverðmæti Arsenal nemi rúmum 600 milljónum sterlingspunda eða 96 milljörðum íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að fleiri ensk stórlið verði seld í sumar því að eigendur Liverpool hafa lýst yfir vilja til að selja félagið. Þá hefur verið unnið að því að leggja fram tilboð í Manchester United sem nú er í eigu Glazer fjölskyldunnar. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nígerískur auðjöfur að nafni Aliko Dangote á í viðræðum um kaup á 16% hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Hluturinn sem er til sölu er í eigu Lafði Ninu Bracewell-Smith, en hún er fjórði stærsti hluthafinn í knattspyrnufélaginu. Hlutur Bracewell Smith er metinn á 96 milljónir sterlingspunda eða rúmar 15 milljarðar íslenskra króna. Breska blaðið Sunday Times segir hins vegar að hún vilji fá 160 milljónir punda fyrir hlutinn. Það jafngildir 26 milljörðum íslenskra króna. Salan á þessum hlut gæti haft úrslitaáhrif á eignarhald í félaginu því að tveir stærstu hluthafar í félaginu, Stan Kroenke og Rússinn Alisher Usmanov hafa einnig áhuga á að kaupa hann. Hreppi þeir hlutinn af Bracewell-Smith verður þeim skylt að taka knattspyrnufélagið yfir að fullu. Sunday Times segir að markaðsverðmæti Arsenal nemi rúmum 600 milljónum sterlingspunda eða 96 milljörðum íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að fleiri ensk stórlið verði seld í sumar því að eigendur Liverpool hafa lýst yfir vilja til að selja félagið. Þá hefur verið unnið að því að leggja fram tilboð í Manchester United sem nú er í eigu Glazer fjölskyldunnar.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira