Viðskipti erlent

Neðri deildin samþykkti björgunarpakkann

Angela Merkel og Guido Westerwelle, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, eftir að nýja stjórnin tók við í október 2009. Mynd/AP
Angela Merkel og Guido Westerwelle, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, eftir að nýja stjórnin tók við í október 2009. Mynd/AP

Neðri deild þýska þingsins samþykkti í gær hlut Þýskalands í eitt þúsund milljarða evra björgunarpakka í Evrópu. Angela Merkel, kanslari, hafði varað við því að evran væru í hættu. „Ef evran bregst þá bregst Evrópa," sagði Merkel fyrr í vikunni þegar hún hvatti neðri deild þingsins til að samþykkja hlut Þýskalands. 319 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 73 á móti.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum nýtur ríkisstjórn Merkel, sem er samsteypustjórn Kristilegra demókrata og Frjálslyndra demókrata, minnkandi stuðnings meðal almennings í Þýskalandi sem er ósáttur við afar kostnaðarsamar björgunaraðgerðir fyrir Grikki.

Grísk stjórnvöld óskuðu um miðjan síðasta mánuð eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að takast á við efnahagskreppuna þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×