Viðskipti erlent

Ókeypis að taka bankalán í Danmörku

Mikil verðbólga í Danmörku gerir það að verkum að nú er ókeypis að taka lán í bönkum landsins.

Verðbólgan mælist um 2,6% en algengir vextir á lánum með breytilegum vöxtum, svokölluðum flexlánum, eru nú 1,5 til 1,6%. Þetta þýðir að raunávöxtun á þessum lánum er neikvæð um 1,5% þegar tekið hefur verið tillit til vaxtabóta.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að ef verðbólgan haldist í um 2,5% næstu tíu árin og vextirnir breytist ekki hafi lántakandi hagnast um 200.000 krónur af hverri milljón krónum sem tekin er að láni á þessu tímabili








Fleiri fréttir

Sjá meira


×