Viðskipti erlent

Írland og ESB ná saman um neyðarlán

Ríkisstjórn Írlands og Evrópubandalagið hafa náð samkomulagi um neyðarstoð sambandsins til Írlands.

Brian Cowen forsætisráðherra Írlands staðfesti þetta í gærkvöldi. Hann segir að aðstoðin muni nema minna en 100 milljörðum evra eða um 15.000 milljörðum króna. Fyrir utan Evrópusambandið hafa bæði Bretar og Svíar boðist til að lána Írum.

Olli Rehn fjármálastjóri Evrópusambandsins segir að neyðaraðstoðin verði veitt Írum á næstu þremur árum og að hún muni hjálpa til við að halda stöðugleika á evrusvæðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×