Viðskipti erlent

Skattrannsókn skilar 80 milljörðum í Danmörku

Embætti ríkisskattstjórans í Danmörku telur að það geti náð aftur um fjórum milljörðum danskra króna eða um 80 milljörðum króna af skattaundanskotum til aflandseyja á undanförnum árum.

Á milli fimm og tíu þúsund danskir ríkisborgarar og fyrirtæki eru grunuð um að hafa flutt stórar upphæðir til aflandseyja eða skattaparadísa víða um heiminn til að komast hjá því að borga skatt af þessum fjármunum í Danmörku.

Samkvæmt frétt um málið í Jyllands Posten er málið hluti af umfangsmestu skattrannsókn í sögu Danmerkur en rannsóknin nefnist Money Transfer verkefnið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×