Viðskipti erlent

Kína vill veita ESB viðamikla efnahagsaðstoð

Kínversk stjórnvöld vilja veita löndum evrusvæðisins innan ESB viðamikla efnahagsaðstoð. Ennfremur ætla Kínverjar að styðja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í aðgerðum sjóðsins meðal ESB landa. Þetta kemur fram í máli talskonu kínverska utanríkisráðuneytisins.

Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að Kína hafi boðið að koma að efnahagslegri endurreisn Evrópulanda með samhæfðum aðgerðum. Þar er væntanlega verið að vísa til nýlegra viðræðna sem háttsettir embættismenn áttu með varaforsætisráðherra Kína.

Á sama tíma og þetta kemur fram greinir dagblað í Portúgal frá því að Kínverjar ætli að kaupa portúgölsk ríkisskuldabréf fyrir 4 til 5 milljarða evra til að létta á skuldastöðu landsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×