Viðskipti erlent

Botni náð á alþjóðlegum fasteignamarkaði

Fasteignamarkaðurinn er almennt að taka við sér víða á meginlandi Evrópu, samkvæmt samantekt Financial Times um þróun á alþjóðlegum fasteignamarkaði.Markaðurinn/Vilhelm
Fasteignamarkaðurinn er almennt að taka við sér víða á meginlandi Evrópu, samkvæmt samantekt Financial Times um þróun á alþjóðlegum fasteignamarkaði.Markaðurinn/Vilhelm
Fasteignaverð var hæst á Írlandi, í Slóvakíu og hér á síðasta ári, samkvæmt saman­tekt breska viðskiptablaðsins Financial Times. Verðið fór niður um 12,4 prósent á Írlandi og hafði þá lækkað um 29 prósent frá því það náði hæstu hæðum árið 2007. Þá lækkaði fasteignaverð um rúm tíu prósent í Danmörku og um 9,7 prósent hér í fyrra. Til samanburðar lækkaði fasteignaverð almennt um 4,6 prósent á evrusvæðinu á síðasta ári.

Fasteignaverð lækkaði um rúm sjö prósent í Bretlandi, Frakklandi og á Spáni, en í síðasttalda landinu varð fasteignamarkaðurinn sérstaklega illa úti í heimskreppunni. Þá lækkaði fasteignaverð um aðeins 1,8 prósent í Þýskalandi.

Fasteignamarkaðurinn í Póllandi og í Noregi mun hafa verið einsdæmi í fyrra. Verðið hækkaði um sautján prósent á milli ára í Póllandi en um rúm ellefu í Noregi, samkvæmt upplýsingum Financial Times, sem bætir við að botninum virðist almennt hafa verið náð ytra undir lok síðasta árs. Það helst í hendur við aukna eftirspurn á lánamörkuðum.

Financial Times segir verðlækkun á fasteignamarkaði í fyrra þá fyrstu frá því blaðið byrjaði að taka tölurnar saman árið 2000.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×