Viðskipti erlent

Nýtt bankahneyksli í Vatikaninu

Bankastjóri Vatikansbankans sætir nú opinberri rannsókn á Ítalíu vegna gruns um að bankinn eigi aðild að peningaþvætti.

Yfirvöld hafa lagt hald á 23 milljónir evra eða um 3,5 milljarða króna í tengslum við málið. Rannsókn þessi hófst í framhaldi af því að skattalögreglunni í Róm bárust ábendingar um tvær grunsamlegar millifærslur á vegum bankans.

Talsmaður Vatikansins segir að rannsóknin komi á óvart en Vatikanið beri fullt traust til stjórnenda bankans.

Í frétt um málið á BBC segir að Vatikanið var síðast bendlað við bankasvindl árið 1982, í svokölluðu Banco Abrosiano máli. Tveir af stjórnendum þess banka voru myrtir skömmu eftir að málið kom upp.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×