Viðskipti erlent

Yfir 30 milljónir Bandaríkjamanna án atvinnu

Yfir 30 milljónir Bandaríkjamanna eru atvinnulausir. Atvinnuleysi þar hefur aukist gríðarlega frá því áður en undirmálslánakrísan svonefnda kom upp.

Nýbirtar tölur um atvinnuleysi vestanhafs þykja ekki gefa tilefni til bjartsýni um að bandarískur efnahagur sé að ná sér upp úr mikilli efnahagslægð sem sem segja má að hafi hafist fyrir alvöru með falli Lehman Brothers bankans haustið 2008, skömmu áður en bankakerfið hrundi hér. Verð hlutabréfa hefur enda farið lækkandi á Wall Street.

Atvinnuleysið hefur aukist ört í Bandaríkjunum undanfarin misseri. Atvinnuleysið mældist í ársbyrjun 2007 um 4,5% samkvæmt opinberum skráningum. Nú er staðan orðin þannig vestanhafs að er um 9% atvinnuleysi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×