Viðskipti erlent

Íbúðaverð í Kaupmannahöfn það lægsta í áratug

Fram kemur að frá því að íbúðaverð í Kaupmannahöfn náði hámarki um áramótin 2006/2007 hefur það lækkað um þriðjung.
Fram kemur að frá því að íbúðaverð í Kaupmannahöfn náði hámarki um áramótin 2006/2007 hefur það lækkað um þriðjung.
Íbúðaverð í Kaupmannahöfn hefur ekki verið lægra í áratug. Þetta sýna útreikingar sem Nykredit hefur sent frá sér og greint er frá í Mandag Morgen.

Fram kemur að frá því að íbúðaverð í Kaupmannahöfn náði hámarki um áramótin 2006/2007 hefur það lækkað um þriðjung. Samhliða lágum vöxtum og skattaívilnunum frá stjórnvöldum eru útgjöld meðalfjölskyldu í borginni vegna húseignar nú þau lægstu síðan um aldamótin.

„Hin mikla skekkja sem komin var á íbúðamarkaðinn hefur rétt sig af og við trúum því að ekki muni verða um miklar hækkanir á íbúðaverðinu á næstu árum," segir John Madsen aðalhagfræðingur Nykredit. „Verðhækkunum verður haldið í skefjum þar sem við reiknum með að vextir muni hækkað aðeins."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×