Viðskipti erlent

BBC: Nýr eigandi West Ham líklega tilkynntur í dag

Nýr eigandi að enska úrvalsdeildarliðinu West Ham verður líklega tilkynntur í dag. Þetta kemur fram á BBC sem segir að Tony Fernandes sé líklegastur til að taka við liðinu af Straumi.

Í frétt BBC um málið kemur fram að Gianfranco Zola hafa gefið sterklega til kynna í viðtali eftir leik West Ham gegn Aston Villa í gærdag að eigendaskiptin væru yfirvofandi. Framtíð Zola hjá West Ham er háð því hver tekur við liðinu.

Tony Fernandes, fjárfestir frá Malasíu sem á m.a. flugfélagið Air Asia, er sem fyrr segir talinn líklegasti kaupandinn samkvæmt BBC. Aðrir kaupendur sem nefndir hafa verið til sögunnar eru félagarnir David Gold og David Sullivan fyrrum eigendur Birmingham, fjárfestingafélagið Intermarket sem staðsett er í London og Ítalinn Massimo Cellino eigandi ítalska úrbvalsdeildarliðsins Cagliari.

Í fyrrgreindu viðtali sagði Zola að leikmennirnir og liðið ættu skilið að fá aðstoð í formi nýs eignarhalds. Slíkt myndi auka verulega stöðugleikann í herbúðum þeirra. Undanfarið hefði allt verið í biðstöðu hjá liðinu vegna óvissunnar um hver yrði eigandi þess.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×