Kína orðið stærsti markaðurinn fyrir Bordeaux vín 17. september 2010 13:48 Kína hefur velt Bretlandi og Þýskalandi úr sessi sem stærsti útflutningsmarkaður fyrir frönsk Bordeaux vín í heiminum, mælt í verðmæti. Kínverjar eru í auknum mæli að fá smekk fyrir góðum vínum. Fjallað er um málið í Financial Times en þar segir að sala á Bordeaux vínum til Kína hafi tvöfaldast milli ára á síðustu fimm árum. Á fyrri helmingi þessa árs varð verðmæti útflutnings á Bordeaux vínum meira til Kína en Bretlands í fyrsta sinn og nam verðmætið 90 milljón punda, eða tæpum 16,5 milljörðum kr. Thomas Julien markaðsstjóri CIVB, sem markaðssetur Bordeaux vínin, segir að fyrir 5 til 6 árum vildu Kínverjar ekki einu sinni smakka á þessum vínum heldur spurðu bara um verðlistann. Nú gera þeir sér grein fyrir að vín snúast ekki bara um merki og verð. Fram kemur að fyrir utan hefðbundin borðvín séu Kínverjar, og Hong Kong búar, í auknum mæli farnir að kaupa þekkt árgangsvín dýrum dómum. Á uppboði nýlega í Hong Kong var flaska kassi af 1990 árganginum af La Tache Domaine de la Romanée Conti seldur á yfir 50,000 dollara og kassi af 1989 árganginum af Chateau Petrus seldist á rúmlega 40.000 dollara. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kína hefur velt Bretlandi og Þýskalandi úr sessi sem stærsti útflutningsmarkaður fyrir frönsk Bordeaux vín í heiminum, mælt í verðmæti. Kínverjar eru í auknum mæli að fá smekk fyrir góðum vínum. Fjallað er um málið í Financial Times en þar segir að sala á Bordeaux vínum til Kína hafi tvöfaldast milli ára á síðustu fimm árum. Á fyrri helmingi þessa árs varð verðmæti útflutnings á Bordeaux vínum meira til Kína en Bretlands í fyrsta sinn og nam verðmætið 90 milljón punda, eða tæpum 16,5 milljörðum kr. Thomas Julien markaðsstjóri CIVB, sem markaðssetur Bordeaux vínin, segir að fyrir 5 til 6 árum vildu Kínverjar ekki einu sinni smakka á þessum vínum heldur spurðu bara um verðlistann. Nú gera þeir sér grein fyrir að vín snúast ekki bara um merki og verð. Fram kemur að fyrir utan hefðbundin borðvín séu Kínverjar, og Hong Kong búar, í auknum mæli farnir að kaupa þekkt árgangsvín dýrum dómum. Á uppboði nýlega í Hong Kong var flaska kassi af 1990 árganginum af La Tache Domaine de la Romanée Conti seldur á yfir 50,000 dollara og kassi af 1989 árganginum af Chateau Petrus seldist á rúmlega 40.000 dollara.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira