Formúla 1

Webber áfram hjá Red Bull 2011

Mark Webber á undan Lewis Hamilton, en Red Bull liðið er á toppnum í Formúlu 1 þessa dagana.
Mark Webber á undan Lewis Hamilton, en Red Bull liðið er á toppnum í Formúlu 1 þessa dagana. Mynd: Getty Images
Ástralinn Mark Webber hefur fengið árs framlengingu á samningi sínum við Red Bull liðið, en það hentar honum ágætlega þar sem hann segist ekki ætla að vera í Formúlu 1 til eilífðarnóns, bara til að vera í Formúlu 1. "Það var gagnkvæm ákvörðun að gera eins árs samning. Það er vitað mál að ég hef ekki áhuga á að vera í Formúlu 1, bara til að vera í íþróttinni. Á þessu stigi ferils míns er ég ánægður að gera eins árs samning", sagði Webber í frét á autosport.com. "Mér líður vel hérna og á frábær samskipti við allt liðið og mér líður eins og heima í bækistöðinni í Milton Keynes. Það er frábært að vera hluti af liði sem hefur risið frá miðlungsliði í lið sem er að berjast um meistaratitilinn. Vonandi náum við að vera sigursælir og takmarkið er að ná meistaratilinum", sagði Webber.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×