Viðskipti erlent

Atvinnuleysið orðið 10% á evrusvæðinu

Atvinnuleysið komst í 10% á evrusvæðinu í nóvember og hefur því ekki verið meira síðan árið 1998.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að samtímis og þessar tölur voru birtar í morgun voru atvinnuleysistölurnar fyrir október uppfærðar í 9,9% en áður var atvinnuleysið talið 9,8% í þeim mánuði. Áður var talið að atvinnuleysið í október hefði staðið í stað.

Atvinnuleysið mælist nú hærra á evrusvæðinu en sérfræðingar höfðu spáð um. Vitnar börsen í Bloomberg fréttaveituna en sérfræðingar hennar töldu að atvinnuleysið yrði 9,9% í desember.

Til samanburðar má nefna að atvinnuleysið á evrusvæðinu nam 8,2% fyrir ári síðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×