Viðskipti erlent

Spáir öðru hruni á danska fasteignamarkaðinum

Lítilsháttar hækkanir á fasteignaverðum í Danmörku að undanförnu eru skammgóður vermir fyrir danska íbúðaeigendur að mati Jakob Madsen prófessors við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.

Í samtali við Politiken spáir Madsen því að botninn muni aftur detta úr fasteignamarkaðinum og að fasteignaverðin falli um 20% innan næstu þriggja ára. Greint er frá því í blaðinu að Madsen hafi séð fyrir hrunið á fasteignamarkaðinum sem varð á síðustu tveimur árum.

Madsen segir að hann byggi spá sína á greiningu á þróun fasteignaverðs í Danmörku frá árinu 1936 til dagsins í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×