Viðskipti erlent

Hóplögsókn gegn Kaupþingi og Acta í Svíþjóð

Aðgerðarhópur fyrrum viðskiptavina Acta Kapitalforvalting í Svíþjóð, Grupptalan mod Acta, hefur ákveðið að höfða hóplögsókn gegn Acta og Kaupþingi vegna viðskipta með skuldabréf í Lehman Brothers skömmu áður en sá banki varð gjaldþrota.

Hópurinn fundaði um málið í gærdag og samkvæmt frétt á vefsíðunni e24.se varð niðurstaðan sú að yfir 300 viðskiptavinir munu fara í mál við Acta og Kaupþing. Þetta kemur í framhaldi af því að nefnd sem fjallar um kæru- og kölgumál í viðskiptum kvað upp úrskurð um að Acta hefði ekki brotið reglur í kringum fjárfestingarnar í Lehman Brothers. Nefndinni hefur borist fjöldi af slíkum kærum.

Í umræddri kæru gegn Acta krafðist einn af meðlimum Grupptalan mod Acta skaðabóta þótt að hann neitaði því ekki að Acta hefði upplýst hann um áhættuna af því að fjárfesta í skuldabréfunum. Hann hafði keypt fyrir 350.000 sænskar kr. Hinsvegar gekk kæran út á að Acta hafði sagt að áhættan væri aðeins bundin við eigið fé mannsins upp á 58.900 sæsnkar kr. Mismuninn hafði maðurinn fengið að láni hjá Kaupþingi.

Sjá nánar hér: https://www.visir.is/article/201065107549














Fleiri fréttir

Sjá meira


×