Viðskipti erlent

Samþykktu breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt umfangsmiklar breytingar á lögum og reglum um rekstur banka og fjármálafyrirtækja í landinu.

Breytingum þessum er ætlað að koma í veg fyrir að fjármálakreppan sem skall á árið 2008 endurtaki sig en þær herða mjög að starfsemi fjármálafyrirtækjanna.

Þetta er talinn mikill sigur fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta sem barist hefur fyrir þessum breytingum. Obama segir að hin nýja löggjöf geri það að verkum að Bandaríkin séu nú komin með öflugustu neytendavernd í heiminum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×