Viðskipti erlent

Mikil söluaukning hjá Iceland í bresku veðurblíðunni

Breska verslunarkeðjan Iceland hefur notið góðs af HM í knattspyrnu og hinni miklu veðurblíðu sem ríkt hefur á Bretlandi undanfarnar vikur.

Iceland er sem kunnugt er að mestu í eigu Íslendinga, það er skilanefnda Landsbankans og Glitnis.

Samkvæmt nýjum tölum frá Kantar Worldpanel jókst salan hjá Iceland um 11,4% á síðustu þremur mánuðum og er það mesta aukning í sölu hjá öllum verslunarkeðjum á Bretlandseyjum. Næst á eftir kemur Waitrose með aukningu upp á 11,3%.

Hin aukna sala er að stórum hluta í drykkjarvörum og snakki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×