Viðskipti erlent

Hveitiuppskera heimsins rýrnar um 15 milljónir tonna

Bandaríska landbúnaðarráðuneytið hefur verulega dregið úr áætlunum sínum um umfang hveitiuppskeru heimsins í ár.

Uppskeran gæti orðið rúmlega 15 milljónum tonna minni en áður var gert ráð fyrir, einkum vegna uppskerubrestsins í Rússlandi.

Nú áætlar ráðuneytið að heimsuppskeran nemi tæplega 646 milljónum tonnum og verði því betri en á árunum 2007 til 2008 þegar hún náði lágmarki. Þetta skýrist af því að á móti uppskerubrestinum í Rússlandi mun uppskeran verða yfir meðallagi í löndum á borð við Bandaríkin, Indland, Ástralíu og Uzbekistan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×