Viðskipti erlent

Auðmannabankinn Capinordic sætir rannsókn

Danska fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að hefja rannsókn á því hvort refsivert athæfi hafi átt sér stað í bankanum Capinordic Bank, að því er Berlingske Tidende greinir frá. Bankinn var úrskurðaður gjaldþrota á fimmtudag.

Fjármálaeftirlitið danska hefur falið lögmanni að rannsaka mögulegt refsivert athæfi í Capinordic Bank.

Eftirlitið sendi frá sér tilkynningu þessa efnis í gær. Um leið var upplýst að hlutabréf hins gjaldþrota banka hefðu verið færð yfir í nýtt dótturfélag, Finansieringsselskabet af 11/2 2010 A/S. - óká








Fleiri fréttir

Sjá meira


×