Viðskipti erlent

Undirbúa rannsókn á starfsemi írsku bankanna

Stjórnvöld á Írlandi hafa ákveðið að láta undan þrýstingi frá stjórnarandstöðunni sem hefur krafist þess að opinber rannsókn fari fram á starfsemi írsku bankanna í aðdraganda fjármálakreppunnar. Undirbúningur er hafin að rannsókninni.

Þetta kemur fram í fréttum hjá flestum fjölmiðlum Írlands í dag. Eamon Gilmore formaður írska Verkamannaflokksins segir að það sé mikilvægt að þessi rannsókn fari fram ef skapa á traust meðal almennings á bankakerfi landsins að nýju.

„Í framhaldi af rannsókninni er svo nauðsynlegt að grípa til ráðstafana sem koma skuli í veg fyrir að bankahrun gerist ekki aftur," segir Gilmore í samtali við vefsíðu Independent.ie.

Búist er við að meginþungi rannsóknarinnar beinist að því hvernig stóð á að írsku bankarnir lánuðu svo mikla peninga að fjármálakerfi Írlands hrundi haustið 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×