Viðskipti erlent

Hver farþegi skilar minni tekjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sætanýting SAS er minni en áður. Mynd/ AFP.
Sætanýting SAS er minni en áður. Mynd/ AFP.
Tekjur SAS flugfélagsins af hverjum farþega lækkuðu um 9% í júlí, samkvæmt nýjum tölum frá SAS. Norski viðskiptavefurinn e24 segir að þetta sé umtalsvert meira tap en flugfélagið hafði gert ráð fyrir.

Hins vegar jókst fjöldi farþega hjá flugfélaginu um 1,1% í júlí og sætanýting fór upp í 84,7% þann mánuðinn. Á flugleiðum til Norður-Ameríku og Asíu var sætanýting yfir 95% í júlí.

Alls flugu 2 milljónir farþega með SAS í júlí.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×