Viðskipti erlent

Stærð norska olíusjóðsins orðinn 57.000 milljarðar

Norski olíusjóðurinn hefur náð því að verða 3.000 milljarðar norskra kr. eða 57.000 milljarðar kr. að stærð í fyrsta sinn í 14 ára langri sögu sinni.

Þessi áfangi náðist í nótt, skömmu eftir miðnættið að því er segir á vefsíðunni e24.no. Fram kemur í fréttinni að sjóðurinn hafi vaxið um 100 milljarða norskra kr. frá því í september þegar Seðlabanki Noregs gaf út síðast upplýsingar um stærð hans.

Yngve Slyngstad forstjóri olíusjóðsins er að vonum ánægður með árangurinn af rekstrinum. Hann segir að sjóðurinn hafi vaxið mun hraðar og meir en flestir áttu von á þegar sjóðurinn var stofnaður árið 1996.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×