Viðskipti erlent

Rannsaka starfsemi Goldman Sachs í London

Breska fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að rannsaka starfsemi útibús Goldman Sachs í London. Fyrir helgi kærði fjármálaeftirlit Bandaríkjanna bankarisann fyrir fjársvik.

Ákæran gengur út að Goldman Sachs hafi meðvitað blekkt viðskiptavini sína í viðskiptum með skuldabréfavafning sem tengdur var svokölluðum undirmálslánum á fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 2007. Viðskiptavinir bankans töpuðu um 5 milljörðum dollara eða yfir 630 milljörðum króna.

Breska fjármálaeftirlitið starfar náið bandarískum yfirvöldum í máli bankarisans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×