Viðskipti erlent

Starfsmenn eignast hlut í H&M

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fatavörukeðjan H&M hefur ákveðið að setja á fót nýtt hvatakerfi fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Tilgangurinn er að auka hollustu starfsmanna við fyrirtækið.

Stjórnendur H&M hafa því afráðið að stofna sérstakan sjóð. Stefan Persson, stjórnarformaður fyrirtækisins, hefur lagt sjóðnum til ríflega 4 milljónir hluta í fyrirtækinu að markaðsverðmæti um 1 milljarður sænskra króna. Starfsmenn fyrirtækisins eiga svo möguleika á að eignast þessa hluti, sem eru alls 16 milljarða íslenskra króna virði.

„Hugmyndin er að búa til langtíma hvatakerfi fyrir starfsmenn, sem er eins fyrir alla. Þetta er líka leið til þess að styrkja hollustu starfsmanna og þátttöku í starfi fyrirtækisins. Vonin er að H&M haldi áfram að dafna og að starfsfólk okkar hafi tækifæri til að eignast hlut í virðisaukningu H&M á sama hátt og hluthafar," segir Stefan Persson í tilkynningu sem birt er á business.dk.

H&M ætlar að styrkja sjóðinn með því að láta 10% af hagnaði hvers árs renna til hans og þar með til starfsmanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×