Viðskipti erlent

Google eignast óskilgetna systur í Kína

Í kjölfar þess að Google leitarvélin hótaði að yfirgefa Kína vegna ritskoðunnar hefur leitarvélin eignast óskilgreinda systur í landinu. Um er að ræða eftirlíkingu af Google undir nafninu Goojje.

Í frétt á business.dk um málið segir að mismunandi endingar á nöfnunum tveimur, gle og jje, séu kínverskur orðaleikur, það er jje hljómar eins og stóra systir á kínverksu og gle eins og stóri bróðir.

Og stóra systir er glöð að Google skuli ekki hafa gert alvöru úr hótun sinni um að yfirgefa Kína. Á Goojje stendur: „Systir er mjög glöð að bróðir hætti við að fara og var áfram fyrir systur."

Vefsíðan Goojje var búin til að 20 ára gamalli stúdínu frá Guangdong héraðinu í Kína. Fyrir utan leitarvél er hægt að finna á síðunni ýmsar félagslegar netþjónustur. Það lítur ekki út fyrir að Goojje brjóti gegn ritskoðun kínverskra stjórnvalda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×