Viðskipti erlent

Álverð fellur á heimsmarkaði eins og aðrar hrávörur

Álverðið á markaðinum í London hefur fallið töluvert undanfarnar tvær vikur og er komið niður í 2.095 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hæst fór verðið í rúma 2.300 dollara fyrrrihluta janúarmánaðar.

Þessi þróun er í takt við verðþróun á öðrum hrávörum, einkum þeim sem reiknaðar eru í dollurum. Ein megin ástæðan er að gengi dollars hefur styrkst verulega undanfarnar vikur, sérstaklega gagnvart evrunni.

Í frétt um hrávörumarkaðinn á börsen.dk í morgun segir að verð á kopar sé nú það lægsta undanfarnar 10 vikur, gullverðið hefur lækkað fimm daga í röð og olíuverðið fellur lítillega í morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×