Viðskipti erlent

Verða að hraða niðurskurði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það þarf að hraða niðurskurði ti að bregðast við evruvanda. Mynd/ afp.
Það þarf að hraða niðurskurði ti að bregðast við evruvanda. Mynd/ afp.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þau 16 ríki sem eigi aðild að myntbandalagi Evrópu verði að hraða niðurskurðaraðgerðum sinum ef fjármálamarkaðir eigi ekki tapa öllum trúverðugleika.

Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem breska ríkisútvarpið BBC greinir frá, er 750 milljarða evra björgunarpakki Evrópusambandsins lofsamaður. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þessar sértæku aðgerðir sem felist í björgunarpakkanum geti ekki komið í veg fyrir hefðbundnari viðbrögð, svo sem niðurskurð.

Vísitölur á fjármálamörkuðum féllu víða í heiminum í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að ekki megi grípa með hálfum hug til aðgerða í þágu efnahagsmála, eigi traust á fjármálamörkuðum ekki að hrynja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×