Viðskipti erlent

Lukkulegir hjá Lego, annar methagnaður í höfn

Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur ástæðu til að fagna. Annað árið í röð varð methagnaður hjá Lego. Á síðasta ári varð hagnaðurinn tæpir 2,9 milljarðar danskra kr. eða um 66 milljarðar kr. fyrir skatta. Fyrra metár var 2008 þegar hagnaðurinn nam 1,85 milljörðum danskra kr.

Jörgen Vig Knudstorp forstjóri Lego er að vonum lukkulegur með þennan árangur. Í tilkynningu um uppgjör ársins í fyrra segir hann að árangurinn sé í hæsta máta ásættanlegur. „Við getum glatt okkur yfir sterkum vexti á alþjóðamörkuðum sem byggður eru á klassískum framleiðsluvörum okkar," segir Knudstorp og bætir því við að útlitið fyrir árið í ár sé gott hjá Lego.

Fram kemur í dönskum fjölmiðlum í dag að þrátt fyrir að leikfangamarkaðir hafi verið í lægð í öllum heimsálfum í fyrra sökum kreppunnar hafi Lego upplifað vöxt í þeim. Hafi Lego tekist að auka markaðshlutdeild sína að jafnaði um 4,8% á alþjóðlegum vettvangi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×