Viðskipti erlent

Danskir forstjórar telja að kreppunni sé lokið

Mikil bjartsýni ríkir nú meðal stjórnenda fyrirtækja í útflutningsgreinum í Danmörku.

Þetta sýnir könnun sem gerð er hálfsárslega á vegum Jyllands Posten og ráðgjafafyrirtækisins Ramböll. Stjórnendurnir telja nú að það sem eftir er ársins muni útflutningur þeirra aukast um 8%. Til samanburðar má nefna að í sömu könnum fyrir ári síðan gerðu stjórnendurnar aðeins ráð fyrir rúmlega 3% vexti.

Stjórnendur þessara fyrirtækja telja að botninum sé náð í kreppunni í Danmörku og að uppsveifla sé hafin að nýju.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×