Viðskipti erlent

Írskur banki fær enn meiri hjálp frá ríkinu

Írska ríkisstjórnin ætlar að leggja hinum þjóðnýtta banka, Anglo Irish Bank, 8,3 milljarða evra til viðbótar við fyrri fjáraustur. Frá þessu var skýrt í dag og við það tækifæri sagði írski fjármálaráðherrann, Brian Lenihan að um skásta kostinn væri að ræða. Tveir aðrir bankar í landinu, Allied Irish Banks og Bank of Ireland ætla að reyna að laða til sín fjárfesta úr einkageiranum en ráðherrann segir ljóst að Anglo Irish verði að fá hjálp frá ríkissjóði.

Þetta er í annað sinn sem stjórnvöld koma bankanum til bjargar en hann var þjóðnýttur á síðasta ári í efnahagshruninu. Stjórnvöld eiga einnig 25 og 16 prósent í hinum bönkunum tveim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×