Viðskipti erlent

Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Írlands

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Írlands úr Aa2 og niður í Baa1. Horfur eru sagðar neikvæðar sem þýðir að hætta er á frekari lækkun einkunnarinnar.

Í nýrri skýrslu segir Moody´s að neikvæðar horfur endurspegli þá staðreynd að fjárhagsstyrkur Írlands muni veikjast enn fremur ef efnahagsvöxtur landsins verði minni en spáð er. Þá geti kostnaðurinn við að koma á stöðugleika í bankakerfinu orðið meiri en vænst er.

Lækkunin á lánshæfinu kemur daginn eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) veitti Írlandi 22,5 milljarða evra lán til þriggja ára. Um er að ræða þriðja stærsta lánið í sögu AGS að því er segir í frétt á börsen um málið en vextir á því verða 3,12%

Dominique Strauss Khan forstjóri AGS segir að írska hagkerfið sé nú í kreppu sem eigi sér ekki hliðstæðu á síðari tímum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×