Viðskipti erlent

Þýska aflvélin í góðum gír

Afgangurinn af viðskiptajöfnuði Þýskalands jókst úr 5 milljörðum evra í ágúst og upp í 14 milljarða evra í september sem eru um 2.200 milljarðar kr.

Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni en þar segir að þessi aukning sé langt yfir væntingum sérfræðinga sem gerðu ráð fyrir að afgangurinn í september myndi nema um 9 milljörðum evra.

Þegar litið er á vöruskiptin eru tölurnar ekki síðri. Alls varð 16,8 milljarða evra afgangur af vöruskiptum Þýskalands í september en sérfræðingar höfðu búist við afgangi upp á 12 milljarða evra. Í ágúst voru vöriskiptin hinsvegar hagstæð um 9 milljarða evra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×