Viðskipti erlent

Fitch lækkar lánshæfi Írlands um þrjú stig

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn Írlands um þrjú stig. Einkunnin var A+ en hefur verið lækkuð í BBB+. Horfur eru sagðar stöðugar.

Samkvæmt frétt frá fréttastofnunni Direkt segir í tilkynningu frá Fitch að ástæða þess að lánshæfiseinkunnin sé lækkuð þetta mikið er hinn afbrigðilegi fjármagnskostnaður írska ríksins við að endurskipuleggja og styðja við bakið á bankakerfi sínu. Þar að auki ríki nú mikil óvissa um efnahagslega framtíð Írlands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×