Viðskipti erlent

Ríkið gæti komið út á sléttu

Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar
Bílar GM stóðu fyrir utan kauphöllina í New York í tilefni af skráningu á markað. Fréttablaðið/AP
Bílar GM stóðu fyrir utan kauphöllina í New York í tilefni af skráningu á markað. Fréttablaðið/AP

Gengi hlutabréfa bandaríska bílaframleiðandans General Motors, GM, hækkaði um tæp átta prósent frá útboði í fyrstu viðskiptum með bréfin á hlutabréfamarkað í New York í dag.

Bandaríska ríkið lagði í kringum fimmtíu milljarða dala, jafnvirði 5.600 milljarða króna á núvirði, til fyrirtækisins til að forða því frá þroti í fyrra. Fyrirtæki stjórnvalda sem skráð er fyrir hlutnum seldi um fjörutíu prósent af hlutafjáreign sinni í útboðinu. Bloom­berg-fréttastofan segir ríkið geta komið út á sléttu selji það afganginn, 37 prósenta eignahlut, á rétt rúma 53 dali á hlut.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×