Viðskipti erlent

Sænsk glæpasagnadrottning í stjórn Post Danmark

Sænska glæpasagnadrottningin Viveca Sten hefur fengið sæti í stjórn Post Danmark. Fyrir er Sten einn af stjórnendum dansk/sænsk póstrisans Posten Norden en hún er menntaður lögfræðingur.

Sten hefur gefið úr fjölda af vinsælum glæpasögum í heimalandi sínu og hafa þær nú komið út í 11 öðrum löndum. Tvær af sögum hennar, sem gefnar hafa verið út í Danmörku, gerast í sveitasælunni í Sandhamn á Gotlandi.

Sögupersónur Sten eru annarsvegar rannsóknarlögreglumaðurinn Thomas Andreasson og hinsvegar bankalögmaðurinn Nora Linde. Samkvæmt frétt um málið á business.dk er þetta „par" elskað af fjölda Svía.

Hjá Post Norden gegnir Sten stöðu forstjóra á lögfræðideild félagsins. Hún mun skrifa glæpasögu sínar í hjáverkum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×