Viðskipti erlent

Írar sækja um neyðarlán

Dominique Strauss-Kahn segir Íra ekki hafa sótt um aðstoð sjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn segir Íra ekki hafa sótt um aðstoð sjóðsins.

Írsk stjórnvöld eiga í viðræðum við Evrópusambandið um fjárhagslegan stuðning samkvæmt heimildum fréttastofu BBC. Þar kemur fram að Írar muni hugsanlega fá neyðarlán upp á 80 milljarða evra. Ráðmenn hafa ekki beinlínis neitað fréttum BBC um málið.

BBC heldur því fram að niðurstaða ætti að vera ljós í næsta mánuði og þá fyrst yrði lánið samþykkt. Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, sagði í viðtali við BBC í dag að Írar kæmust vel af og að þeir hefðu ekki óskað eftir aðstoð sjóðsins.

Náist samningar þá verður hugsanlega um svipað lán að ræða líkt og Grikkland fékk þegar þeir lentu í fjárhagserfiðleikum. Þá var lánið veitt af Evrópusambandinu og AGS. Það lán var upp á 110 milljarða evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×