Viðskipti erlent

Höfuðborg tölvuglæpa fundin

Tölvurannsóknarfyrirtækið Symantech hefur fundið út að uppruni 30 prósent vírus-pósta sem eru sendir út um allan heim, og gerir tölvueigendum lífið óendanlega leitt, er sendur frá Kína.

Fyrirtækið rakti 12 milljarða tölvupósta sem innihalda vírusa og kom þá í ljós að ekki eru aðeins 30 prósent þeirra frá Kína heldur eru 21,3 prósent þeirra frá sömu borginni. Það er segja Shaoxing.

Ekki er talið útilokað að um ríkisrekna tölvuþjóta sé að ræða en leitarrisinn Google.com heldur því fram að fyrirtækið hafi orðið fyrir árás tölvuþrjóta á vegum kínverska ríkisins á dögunum eftir að Google neitaði að ritskoða vefinn í Kína.

Symantech er meðal annars að leita að uppruna tölvuþrjótanna sem réðust á Google og hefur nú komið í ljós að þessi borg virðist eiga sérkennilega marga öfluga tölvuþrjóta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×