Fjárfestar vilja heldur lána Buffett en Obama 22. mars 2010 15:17 Alþjóðlegi skuldabréfamarkaðurinn hefur sent þau skilaboð frá sér að það sé öruggara að lána Warren Buffett heldur en Barack Obama, það er bandarískum stjórnvöldum.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að skuldabréf sem Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélag Buffetts, hefur gefið út til tveggja ára beri nú 0,89% vexti en bandarísk ríkisskuldabréf til sama tíma beri 0,96% vexti.Fyrir utan skuldabréf Berkshire Hathaway bera skuldabréf frá Procter & Gamble, Johnson & Johnson og Lowe Co. einnig lægri vexti en ríkisskuldabréfin. Jack Malvey fyrrum sérfræðingur hjá Lehman Brothers segir að þessi staða sér ákafleg sjaldséð.„Þetta er kinnhestur fyrir stjórnvöld," segir Mitchell Stapley yfirmaður fjárfesting hjá Fifth Third Asset Manangement. „Þetta gæti verið augnablikið þar sem þú uppgvötvar vonandi þá áhættu sem er að birtast og kostnaðinn við slíkt sem getur orðið hrollvekjandi."Fjárfestar hafa töluverðar áhyggjur af skuldastöðu hins opinbera í Bandaríkjunum. Fyrir liggur að Bandaríkjastjórn þarf að nota 7% af skatttekjum sínum í ár til þess eins að borga vexti af lánum sínum. Reiknað er með að þetta hlutfall fari í tæp 11% árið 2013.Bandaríkin eru því í hættu á að missa hina gullnu AAA lánshæfiseinkunn sína. Raunar hefur Moody´s gefið bandarískum yfirvöldum aðvörun um slíkt ef þau ná ekki tökum á ört vaxandi skuldum sínum. Samkvæmt Moody´s getur þjóð ekki haldið AAA í einkunn ef vaxtagreiðslur af skuldum fara yfir 10% af tekjunum. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Alþjóðlegi skuldabréfamarkaðurinn hefur sent þau skilaboð frá sér að það sé öruggara að lána Warren Buffett heldur en Barack Obama, það er bandarískum stjórnvöldum.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að skuldabréf sem Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélag Buffetts, hefur gefið út til tveggja ára beri nú 0,89% vexti en bandarísk ríkisskuldabréf til sama tíma beri 0,96% vexti.Fyrir utan skuldabréf Berkshire Hathaway bera skuldabréf frá Procter & Gamble, Johnson & Johnson og Lowe Co. einnig lægri vexti en ríkisskuldabréfin. Jack Malvey fyrrum sérfræðingur hjá Lehman Brothers segir að þessi staða sér ákafleg sjaldséð.„Þetta er kinnhestur fyrir stjórnvöld," segir Mitchell Stapley yfirmaður fjárfesting hjá Fifth Third Asset Manangement. „Þetta gæti verið augnablikið þar sem þú uppgvötvar vonandi þá áhættu sem er að birtast og kostnaðinn við slíkt sem getur orðið hrollvekjandi."Fjárfestar hafa töluverðar áhyggjur af skuldastöðu hins opinbera í Bandaríkjunum. Fyrir liggur að Bandaríkjastjórn þarf að nota 7% af skatttekjum sínum í ár til þess eins að borga vexti af lánum sínum. Reiknað er með að þetta hlutfall fari í tæp 11% árið 2013.Bandaríkin eru því í hættu á að missa hina gullnu AAA lánshæfiseinkunn sína. Raunar hefur Moody´s gefið bandarískum yfirvöldum aðvörun um slíkt ef þau ná ekki tökum á ört vaxandi skuldum sínum. Samkvæmt Moody´s getur þjóð ekki haldið AAA í einkunn ef vaxtagreiðslur af skuldum fara yfir 10% af tekjunum.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira