Viðskipti erlent

Fasteignaverð í Danmörku hækkar ekki fyrr en eftir 10 ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gert er ráð fyrir að fasteignaverð í Danmörku hækki ekki fyrr en eftir 10 ár.
Gert er ráð fyrir að fasteignaverð í Danmörku hækki ekki fyrr en eftir 10 ár.
Húsnæðisverð í Danmörku mun ekki hækka næstu 10 ár, eftir því sem fram kemur í danska viðskiptablaðinu Børsen.

Ráðgjafafyrirtækið PA Consulting Group segir að eftir að fasteignabólan í Danmörku sprakk, líkt og gerðist á Íslandi, sé fasteignaverð þar enn að lækka. Það muni halda áfram að lækka næstu fimm árin, standa svo í stað um skeið og hækka svo lítillega eftir það.

Børsen segir að þetta þýði að það verði ekki verulegar hækkanir á fasteignaverði næstu tíu árin. Það verði fyrst árið 2023 sem fasteignaverð komist í svipaðar hæðir og það var árið 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×