Viðskipti erlent

Moody´s lækkar lánshæfismat Írlands

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Írlands um eitt þrep eða úr Aa1 og í Aa2. Horfur eru sagðar stöðugar.

Í nýju áliti Moody´s segir að lækkunin sé tilkomin vegna þess að fjárhagslegur styrkur írska ríkisins hefur minnkað og skuldastaða þess hefur versnað.

Moody´s reiknar með að hagvöxtur á Írlandi muni verða veikur næstu fimm árin. Bankakerfi landsins og fasteignamarkaður þess muni ekki leggja neitt verulegt af mörkum til hagvaxtar á næstu árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×