Formúla 1

Tímatakan lykill að sigursókn Hamiltons

Lewis Hamilton vill slást um sigur í Kína eftir góða frammistöðu á æfingum.
Lewis Hamilton vill slást um sigur í Kína eftir góða frammistöðu á æfingum. Mynd: Getty Images
Lewis Hamilton var ánægður með dagsverkið eftir fyrstu tvær æfingar mótshelgarinnar í Sjanghæ í Kína. Hann náði besta tíma allra ökumanna á brautinni í nótt og varð á undan Nico Rosberg á Mercedes, sem náði næst besta tíma á tveimur æfingum. Fyrst á eftir Jenson Button og síðan Hamilton. "Við viljum komast í lokaumferð tímatökunnar og ná að vera meðal fimm fremstu. Þá getum við stefnt á sigur", sagði Hamilton eftir æfingarnar. Hann hefur verið ólánsamur í tímatökum og var í tuttugasta sæti á ráslínu síðustu keppni, eftir ógöngur í fyrstu umferð tímatökunnar hjá McLaren liðinu. "Við höfum verið hraðskreiðir í síðustu mótum eins og við höfum sýnt, en ræst aftarlega af stað. Bíllinn virkar vel eins og í Malasíu og við höfum gert lítilsháttar breytingar á honum fyrir mótið." "Við erum jákvæðir eftir fyrstu tvær æfingarnar, en maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu. Við verðum að einbeita okkur að því að ná góðum tíma í tímatökunum", sagði Hamilton.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×