Viðskipti erlent

Grikkland óskar eftir aðstoð frá AGS

Stjórnvöld í Grikklandi hafa óskað eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Dominique Strauss-Kahn forstjóra AGS sem birt er á heimasíðu sjóðsins.

Í yfirlýsingunni segir Strauss-Khan að hann hafi ákveðið að senda AGS hóp til Aþenu í kjölfar beiðnar frá grískum stjórnvöldum. AGS hópurinn mun hefja viðræður við grísk stjórnvöld á mánudaginn kemur til að ræða málefnin og gætu viðræðurnar skapað grunn fyrir efnahagsáætlun AGS fyrir Grikkland fari svo að niðurstaða þessara viðræðna verði formleg beiðni frá Grikkjum um aðstoð.

„Ákvörðun Grikklands að leita aðstoðar sjóðsins er í samræmi við samkomulag leiðtoga Evrópu um síðustu helgi um að fjárhagsaðstoð evruríkja ætti að koma samhliða aðkomu AGS að málinu," segir Strauss-Khan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×