Viðskipti erlent

Ráðherra ver milljarða innspýtingu

Kaoru Yosano, fjármálaráðherra Japans.
Kaoru Yosano, fjármálaráðherra Japans. Mynd/AP

„Ástandið kemur ekki til með að breytast á einni nóttu," segir Kaoru Yosano, fjármálaráðherra Japans, en aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýndar.

Ríkisstjórnin tilkynnti nýverið að hún ætlaði að veita 150 milljörðum dollurum í efnahagshvetjandi aðgerðir. Upphæðin samsvarar rúmlega 19 þúsund milljörðum íslenskra króna.

Japanska þingið samþykkti nýverið áætlunina.

Fullyrt er að hluti innspýtingarinnar fari að hluta í ýmis gæluverkefni til að auka vinsældir stjórnarinnar.

Yosano segist ekki ætla að láta úrtöluraddir örfárra aðila hafa áhrif á sig. Hann er viss um að með aðgerðunum takist ríkisstjórninni að örva hagkerfið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×