Viðskipti erlent

Spá frekari samdrætti í jólakaupum vestan hafs

Fyrstu spár um jólaeyðslu Bandaríkjamanna eru komnar í hús og telja sérfræðingar Deloitte að hinn almenni neytandi muni halda fast um budduna frekar en hitt.

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú nálægt tíu prósentum og vilja margir meina að í vændum séu önnur köld jól hjá smásölukaupmönnum, eins og það er orðað, en sala dróst saman um 2,4 prósent jólin í fyrra miðað við jólin þar á undan.

Hvað sem líður ummælum seðlabankastjórans Ben Bernanke um að það versta sé yfirstaðið í kreppunni er búist við að hinn almenni Bandaríkjamaður fari hóflega í jólainnkaupin í ár og er líklegt að svo verði víðar í heiminum en í Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×