Viðskipti erlent

Rembrandt málverk slegið fyrir 4 milljarða í London

Rúmlega 4 milljarðar kr. var verðið sem óþekktur kaupandi greiddi fyrir málverk eftir Rembrandt á uppboði hjá Christie´s í London í vikunni. Þetta er hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir Rembrandt verk í sögunni.

„Þetta er portrétt af manni í hálfri stærð með hendur á síðum," segir í bæklingi frá Christie´s um málverkið sem var málað árið 1658 en það hefur ekki sést opinberlega í 40 ár. Sem fyrr segir er kaupandinn ókunnur en hann bauð í verkið í gegnum síma.

Fram kemur í frétt á börsen.dk að þetta Rembrandt verk hafi síðast verið selt á fjórða áratug síðustu aldar og fengust þá tæpar 4 milljónir kr. fyrir það. Verðmæti málverksins hefur sum sé meir en þúsundfaldast frá þeim tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×