Viðskipti erlent

Útvarpsstöð Páfagarðs breytt í auglýsingastöð

Útvarpsstöð Páfagarðsins í Róm verður breytt í auglýsingastöð frá og með júlí-mánuði. Þetta er gert til að draga úr kostnaði Páfagarðs við rekstur stöðvarinnar sem kostar núna nær 4 milljarða kr. á ári.

Útvarpsstöðin, þekkt undir nafninu „Rödd Páfans", er ein sú elsta í heiminum en hún fór fyrst í loftið árið 1931. Fyrsti sendir stöðvarinnar var hannaður af sjálfum Gugliemo Marconi, föður nútíma fjarskiptatækni.

Auglýsingar þær sem birtar verða í stöðinni munu fyrst verða lagðar fyrir sérstaka nefnd á vegum Páfagarðs til þess að tryggja að þær séu af þeim siðferðilegum gæðum sem stöðinni hæfir, að því er segir í umfjöllun á ananova.com.

Páfagarður hefur valið ítalska orkufyrirtækið ENEL sem fyrsta kostunaraðila stöðvarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×