Viðskipti erlent

Ljós í myrkrinu hjá Royal Unibrew

Það er ljós í myrkrinu hjá Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Uppgjör Unibrew fyrir fyrsta ársfjórðung ársins er mun betra en vænst var. Stoðir eru meðal stærstu hluthafa með um fimmtungs hlut.

Samkvæmt uppgjörinu nam tapið 28 milljónum danskra kr. en væntingar voru um að það hefði getað orðið allt að því þrefalt verra. Á sama tímabili í fyrra nam tapið 35 milljónum danskra kr.

Henrik Brandt forstjóri Unibrew segir í tilkynningu um uppgjörið að þeir hafi gripið til markvissar aðgerða til að mæta erfiðum rekstri á síðasta ári og að þeim verði haldið áfram. Meðal annars má nefna sölu á brugghúsum í Póllandi og breytingar á framleiðslu og dreifingu innan Danmerkur.

Reiknað er með að umsvif Unibrew minnki áfram á þessu ári en að aðgerðir stjórnarinnar vegi upp á móti því.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×