Viðskipti erlent

Chrysler lokar 800 bílasölum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Getty Images

Bílaframleiðandinn Chrysler mun á næstunni loka 800 af 3.200 bílasölum sínum í Bandaríkjunum til að vinna sig hraðar út úr gjaldþrotinu, sem hluti fyrirtækisins sætti. Kaup Fiat á öðrum hlutum þess munu að líkindum nægja til þess að halda þeim hlutum gangandi. Það gerist þó ekki án mikils niðurskurðar og hagræðingar, hvort tveggja hjá Fiat og Chrysler. General Motors er einnig á leið í gjaldþrot að hluta, en hefur frest til 20. maí til að leggja fram áætlun um rekstrarhagræðingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×