Viðskipti erlent

Beðnir um að lækka eigin laun

Frá Peking í Kína.
Frá Peking í Kína. MYND/AP

Framkvæmdastjórar og aðrir yfirmenn banka- og tryggingarstofnana í Kína hafa verið beðnir um að lækka eigin laun til að draga úr bilinu á milli þeirra og almennra launþega í landinu. Samanborið við launakjör yfirmanna á Vesturlöndum eru laun þeirra þó mun lægri.

Meðallaun yfirmanna í helstu fjármálastofnun Kína eru 58.500 dollarar á ári sem samsvarar rúmlega 7,5 milljón íslenskra króna. Aftur á móti eru meðalárslaun kínverskra launþega tæpir 2200 dollarar eða 280 þúsund krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×